Fara í efni

 

Samsetning starfsmannahópsins og menningin 

Mannauðurinn

Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Hafrannsóknastofnunar. Öflugur hópur starsfólks gerir stofnunina að þeirri virtu rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem hún er.

Stofnunin hefur á að skipa samstilltum mannauð og hefur með framtíðarsýn sinni sett sér eftirfarandi markmið: 

Aukin áhersla var sett á mannauðsmál á árinu sem miða að því að styrkja og efla jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningu. Skipulagsbreyting varð á árinu þar sem svið mannauðs og miðlunar varð til og eflt til muna með sérfræðingum í þeim málaflokki. Skipulagsbreytingin styður við heildstæða mannauðsstjórnun þar sem kjarnaþættirnir eru, mönnun og starfsumhverfið, kjaramál, starfsþróun og fræðsla, heilsa og öryggi ásamt miðlun. Á árinu var unnið markvisst í úrbótum sem lúta að kerfum, starfsumhverfinu, starfsþróun og fræðslu, miðlun og aðgengi upplýsinga og vinnustaðamenningu en mun sú vinna verða sífelluverkefni. 

Menningarvegferð Hafrannsóknastofnunar

Á vormánuðum 2024 lagði Hafrannsóknastofnun upp í vegferð með starfsfólki til að vinna að bættri vinnustaðarmenningu og stjórnunarháttum. Markmiðið með menningarvegferðinni er að skapa sjálfbæra vinnustaðarmenningu sem styður við stefnu Hafrannsóknastofnunar og þar sem fólki líður vel og er ánægt með stjórnun og starfsanda.

Menningarvegferðin var leidd af forstjóra og mannauðsstjóra og var unnin í samvinnu við SAGA Competence. Vegferðin felur meðal annars í sér valdeflandi þróun starfsfólks og stjórnenda þar sem unnið er með að dýpka sjálfþekkingu og auka færni fólks í að takast á við verkefni, samskipti og áskoranir í daglegu starfi.
Stjórnendur Hafrannsóknastofnunar hafa einnig lagt mikla áherslu á að byggja upp enn öflugri liðsheild og efla samstarf og teymisvinnu þvert á stofnunina, þar sem fólk fær notið sín á eigin forsendum í samstarfi við aðra.

Menningarvegferðin styður vel við markmið okkar og hefur leitt til fjölda úrbótaverkefna, í samráði við starfsmenn stofnunarinnar, sem miða af því að styrkja og efla jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningu.

Heilsa og vellíðan

Hjá Hafrannsóknastofnun er lögð áhersla á að skapa umhverfi sem styður við heilsu, ánægju og vellíðan starfsfólks, jafnt í vinnu sem einkalífi og að samskipti séu góð og einkennist af virðingu. Starfsfólk er hvatt til að tjá hug sinn, setja fram hugmyndir, spyrja spurninga og rýna til gagns. Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni, sem og annað ofbeldi er ekki liðið.


Starfsfólk sýndi liti á Alþjóðlega Downs deginum.

Stofnuninni er annt um heilsu og vellíðan starfsfólks og leitast er við að styrkja og styðja starfsfólk stofnunarinnar og tryggja því aðgang að úrræðum og þjónustu til þess að bæta heilsu og vellíðan. Á vinnustaðnum er lögð áhersla á að bjóða upp á fjölbreytt og heilsusamlegt fæði.

Stofnunin styður við og styrkir starfsfólk til hreyfingar með líkamsræktars- og samgöngustyrk. Á árinu var starfsfólki boðið upp á ítarlega heilsufarsmælingu, fræðslu og stuðning frá Green fit sem mæltist mjög vel fyrir. Starfsfólk hefur aðgang að þjónustu fagfólks á Velferðatorgi stofnunarinnar þar sem stofnunin styrkir ákveðinn fjölda tíma á ári. Ennfremur styrkir stofnunin starfsfólk vegna kaupa á gleraugum og símtækjum.

 

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar voru 216 talsins í árslok 2024 á níu starfsstöðvum víðsvegar um landið.



Áhersla í mannauðsmálum 2023 var í samræmi við framtíðarsýn stofnunarinnar og áherslur í ríkisrekstri.

 


Frá starfsdegi í maí 2024

Megináherslan var á verkefni tengd vinnuumhverfinu og starfsmanninum sjálfum og tengdust m.a. menningu, samstarfi, vellíðan og öryggi.
 


Haustferð 2024 þar sem „besta vininum „ var boðið að taka þátt í deginum og nutu hundar og menn dagsins í fallegu umhverfi Hvaleyravatns. 

 Aukin áhersla var lögð á starfsþróun með það að markmiði að efla lykilþekkingu starfsmanna. Hæfnisvísar stofnunarinnar voru skilgreindir og kortlagðir og er unnið að heildstæðri starfsþróunaráætlun.

 


Í tilefni af bleika deginum október 2024

Stofnunin sem og starfsmannafélagið standa fyrir öflugu félagslífi. Starfsfólk gerði sér glaðan dag við ýmis tilefni; árshátíð, haustferð, jólagleði, bjórkvöld og annað hefðbundið auk þess sem hversdagurinn var stundum brotinn upp með ýmiskonar minni viðburðum.  

 

 

 

Miðlun

Aukin áhersla var sett á miðlun með ráðningu samskiptastjóra stofnunarinnar í byrjun ársins. Fókus var settur á fréttamiðlun á vef stofnunarinnar en einnig aukna nýtingu á samfélagsmiðlum hennar í þeim tilgangi að gera mál tengd rannsóknum og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sýnilegri í samfélaginu.

Þeir samfélagsmiðlar sem stofnunin nýtir eru Facebook, instagram, X, YouTube og Linkedin. Ennfremur hóf stofnun að miðla fréttum, einkum tengdum vísindum, á BlueSky. Ljóst er að töluverð aukning var milli ára 2023 og 2024 á sýnileika stofnunarinnar á samfélagsmiðlum. Sem dæmi má nefna að það var 5300% aukning á sýnileika færslna (e. post reach) á Facebook milli ára, 9200% aukning í efnistengdri (e. content interaction) virkni notenda, 1230% aukning á smellum á efni sem var deilt (e. link click), 1920% aukning á heimsóknum (e. visits) og 230% aukning á nýjum fylgjendum (e. follows) milli ára.

Kennarar og nemendur ´a háskóla- og framhaldsskólastigi, einkum í líffræði, hafa verið áhugasamir umað heimasækja stofnuna, auk annarra hópa. Árið 2024 fékk stofnunin heimsókn frá bókasafni Hafnarfjarðar tengda þemakössum um hafið sem farið er með í grunnskóla í sveitarfélaginu en að auki komu nemendahópar f´rá Borgarholtsskóla, Flensborg, MH, MS auk tveggja vísindaheimsókna nemanda frá HÍ.

Gefin var út 51 skýrsla í Haf & vatn útgáfuritið á vef stofnunannar og 9 á Kver útgáfuritinu.
Sú nýlunda var tekin upp að halda málstofur a föstum t´ímum, í hádeginu fjórða fimmtudag í mánuði og að taka upp innanh´´úsfræðslu undir heitinu "Hvað er að frétta?" annan fimmtudag í mánuði.

Ennfremur tók Hafrannsóknastofnun þátt í árlegum viðburðum eins og Sjómannadeginum í Hafnarfirði, kynningu á úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf komandi fiskveiðitímabils sem og upptakti veiðisumars í júní 2024 en í byrjun hausts tók stofnunin þátt í Vísindavöku og Sjávarútvegssýningu í Kópavogi auk annarra tilfallandi viburða.

 

Frá Vísindavöku í september 2024

  


Sýnileiki stofnunarinnar á samfélagsmiðlum jókst á árinu.