Ársskýrsla Hafrannsóknastofnunar
2024
2024
Þorsteinn Sigurðsson var forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og
ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, allt árið 2024 og bar því ábyrgð á rekstri stofnunarinnar það ár. Hann lét af störfum í lok september 2025 og undirritaður var þá settur forstjóri til 31. mars 2026. Þegar Þorsteinn lauk störfum var vinnsla þessarar ársskýrslu á lokametrunum og heldur hún sér þannig lítið breytt, þ.m.t. með inngangi Þorsteins.
Með kveðju,
Eggert Benedikt Guðmundsson
Eins og fram hefur komið í fyrri ársskýrslum stofnunarinnar hefur hagræðingarkrafa stjórnvalda mörg undanfarin ár leitt til þess að dregið hefur úr vöktun lifandi auðlinda hafs og vatna á undanförnum árum. Einnig hefur verið dregið úr vöktun umhverfisþátta og úthaldi rannsóknaskipa stofnunarinnar. Nú má segja að viðsnúningur hafi orðið og við sjáum fram á auknar rannsóknir og vöktun á komandi árum bæði vegna aukins skilnings stjórnvalda á mikilvægi rannsókna á lífríki hafs og vatna sem og aukins fjármagns frá stjórnvöldum Jafnframt hefur verið umtalsverð aukning í verkefnum sem styrkt eru af erlendum samkeppnissjóðum. Styðja þau verkefni við og efla áhersluverkefni stofnunar og stjórnvalda m.a. um rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika og búsvæðarannsóknum.
Með kveðju,
Þorsteinn Sigurðsson