Ársskýrsla Hafrannsóknastofnunar
2023
2023
Í ársskýrslu Hafrannsóknastofnunar fyrir árið 2023 er stiklað á stóru í starfseminni auk þess sem yfirlit er birt yfir fjármál stofnunarinnar og mannauðsmál. Gerð er grein fyrir bæði reglubundnum verkefnum og áhersluverkefnum sem unnin voru á árinu ásamt samstarfi við innlendar og erlendar samstarfsstofnanir og háskóla. Einnig er fjallað um starfsemi Sjávarútvegsskóla Þróunarsamvinnumiðstöðvar UNESCO, sem er hluti af GRÓ og rekinn af Hafrannsóknastofnun.
Starfsemi Hafrannsóknastofnunar árið 2023 var, líkt og fyrr, að stórum hluta helguð vöktun umhverfisþátta og auðlinda hafs og vatna. Eru þeim verkefnum gerð góð skil í þessari skýrslu ásamt þeim áhersluverkefnum sem stofnunin hefur sinnt.