Um borð í Árna Friðrikssyni
Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Hafrannsóknastofnunar. Öflugur hópur starsfólks hefur gert stofnunina að þeirri virtu rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem hún er. Á undanförnum árum hafa stjórnendur lagt aukna áherslu á mannauðsmál en þrátt fyrir góðan vilja og ýmis verkefni sem lúta að starfsánægju, álagi, skipulagi og fleiri þáttum sem mældir eru í stofnun ársins hefur stofnunin ekki komið nægilega vel út í þeim mælingum. Í því augnamiði að auka starfsánægju starfsfólks Hafrannsóknastofnunar var komið á jafnlaunavottun á árinu 2023 og lokið var við að innleiða fulla styttingu vinnuvikunnar hjá daglaunafólki á árinu. Unnið er að starfsþróunaráætlun hjá stofnuninni þar sem skilgreindir voru hæfniþættir og unnið með Effect í því miði að mæla hvar starfsfólk stæði sem er grunnur að fræðsluáætlun. Ýmiss fræðsla stóð starfsfólki til boða. Má nefna námskeið um skilvirkni og sjálfbæra stjórnun, almennt námskeið í verkefnastjórnun, verkefnisáætlunum, örnámskeið um samfélagsmiðla, fræðsluerindi um rétta líkamsbeitingu og vellíðan í vinnu og Skötuveisla um borð í Árna Friðrikssyni í byrjun desember 2023 Hjá stofnuninni er auki mjög virkt starfsmannafélag sem heldur uppi öflugu félagslífi með fullum stuðningi stjórnenda Hafrannsóknastofnunar. Fólk gerði sér glaðan dag við ýmis tilefni; jólagleði, árshátíð, bjórkvöld og annað hefðbundið auk þess sem hversdagurinn var stundum brotinn upp með ýmiskonar minni viðburðum. Menningarvegferð Hafrannsóknastofnunar Ákveðið var að leita frekari leiða til að auka starfsánægju innan stofnunarinnar til að greina betur tækifæri til úrbóta og vinna markvist að þeim. Til að stuðla að þessu markmiði lagð menningarvegferð Hafrannsóknastofnunar úr höfn síðla árs 2023 með liðsinni Saga Concept en fyrirhugað er að þessi innanhúss vinna standi til ársins 2025. Hún nær til allra sviða stofnunarinnar og er unnið markvisst með öllum starfsfólki sem og starfseiningum. Í nóvember 2023 var samþykktur samstarfssáttmáli, sem verður leiðarljós í menningarvegferðinni. Ýmsir furðufuglar gerðu sig heimankomna á Hafró ´a því herrans ári, 2023. Önnur verkefni sem lagt var úr höfn með á árinu:
Ís í sól og sælu á pallinum í Fornubúðum 5. Heilsa og vellíðanHjá Hafrannsóknastofnun er lögð áhersla á að skapa umhverfi sem styður við heilsu, ánægju og vellíðan starfsfólks, jafnt í vinnu sem einkalífi og að samskipti séu góð og einkennist af virðingu. Starfsfólk er hvatt til að tjá hug sinn, setja fram hugmyndir, spyrja spurninga og fólki gert ljóst að það megi gera mistök. Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni, sem og annað ofbeldi er ekki liðið. Stofnuninni er annt um heilsu og vellíðan starfsfólks og leitast er við að styrka og styðja starfsfólk stofnunarinnar og tryggja því aðgang að úrræðum og þjónustu til þess að bæta heilsu og vellíðan. Á vinnustaðnum er lögð áhersla á að bjóða upp á fjölbreytt og heilsusamlegt fæði. Á árinu 2023 var boðið upp á háls- og herðanudd vikulega og jógatíma í hádeginu einu sinni í viku. Þá var sérstakt hvíldar- og hugleiðsluherbergi útbúið þar sem starfsfólk getur lokað að sér í rólegu og þægilegu umhverfi og stundað hugleiðslu og/eða fengið endurnærandi nudd með nuddtækjum sem þar eru. Einnig er boðið upp á heilsufarsmælingar, flensusprautur, sálfræðiþjónustu, líkamsræktarstyrki og samgöngustyrki. Kaffisopinn drukkinn úti í góða veðrinu sumarið 2023. FræðslaHafrannsóknastofnun leggur mikið upp úr menntun og endurmenntun síns starfsfólks sem er hvatt til að sinna henni eftir getu, með námskeiðum og öðrum leiðum. Stofnun er með fræðslukerfi fyrir starfsfólk þar sem hver og einn hefur tök á að halda utan eigin fræðsluvegferð og er kerfið aðgengilegt öllu starfsfólki strax frá fyrsta degi í starfi.
|
Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar voru 190 talsins í 178 stöðugildum í árslok 2023.
Starfsfólk sem hefur ekki íslensku sem fyrsta tungumál er 8,4% af heildarstarfsmannafjölda stofnunarinnar.
Áhersla í mannauðsmálum 2023 var í samræmi við framtíðarsýn stofnunarinnar og áherslur í ríkisrekstri.
Megináherslan var á verkefni tengd vinnuumhverfinu og starfsmanninum sjálfum og tengdust m.a. menningu, samstarfi, vellíðan og öryggi ásamt starfsþróun.Sumir frægari en aðrir! Aukin áhersla var lögð á starfsþróun með það að markmiði að efla lykilþekkingu starfsmanna. Hæfnisvísar stofnunarinnar voru skilgreindir og kortlagðir og er unnið að heildstæðri starfsþróunaráætlun.
Mynd tekin á bás Hafrannsóknastofnunar á Vísindavöku 2023. |