Fara í efni

Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf

Á undanförnum árum hefur Hafrannsóknastofnun aukið alþjóðlegt rannsóknarsamstarf sitt með þátttöku í fjölmörgum styrkumsóknum til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sú nálgun stuðlaði að breytingum innan stofnunarinnar og innleiðingu rannsóknarsviðs sem nú hluti af nýrri 5 ára framtíðarsýn stofnunarinnar (tengill fyrir framtíðarsýnina).
Fjölmargar djúpstæðar breytingar á umhverfisskilyrðum hafsins hafa orðið af manna völdum og þær hafa síðan leitt til loftslagsbreytinga, en einnig hlýnun og súrnun sjávar sem og minnkað súrefni sjávar. Þessar breytingar hafa veruleg áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika sjávar og hagnýta ferla auk þess sem þær geta ógnað heilsu manna. Nú stöndum við á tímamótum og þurfum að finna jafnvægi milli þess að vernda hafið og nýta auðlindir þess á sjálfbæran máta til að bregðast við sívaxandi fólksfjölda. Því beinast rannsóknir Hafrannsóknastofnunar nú að verndun líffræðilegs fjölbreytileika.

Hnattrænar breytingar, heilbrigði sjávar og áhyggjur af líffræðilegum fjölbreytileika

Líffræðilegum fjölbreytileika hafsins hnignar stöðugt. Þessi þróun kallar á aukinn skilning á þeim ferlum sem hrinda af stað snöggum breytingum í vistkerfinu. Einnig er þörf á frekari rannsóknum sem meta dýrategundir og virkan líffræðilegan fjölbreytileika sjávar, þróa viðeigandi verndarúrræði og mögulega snúa þróuninni við til að tryggja bjartari framtíð. COP15 samkomulagið, og þau markmið sem því tengjast, undirstrikar brýnu þörfina fyrir ramma í tengslum við verndunar- og stjórnarhætti. Rammarnir þurfa að ná yfir tap líffræðilegs fjölbreytileika sjávar, samfélagsgæði og loks ávinninginn sem sjávarauðlindir skila án þess að stofna líffræðilegum fjölbreytileika hafsins í frekari hættu. Undirstaða þeirra er farsæl innleiðing á vistkerfis-/svæðisbundinni fiskveiðistjórnun og/eða annarskonar notendavænum verkferlum sem aðstoða ákvarðanatöku og samþætta hið flókna skiptihlutfall milli sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda og samfélagslegs ávinnings.

Samnýting innviða og gagna fyrir betri hafstjórnun

Ein stærsta áskorunin sem mannkynið stendur frammi fyrir er hvernig eigi að takast á við vaxandi fólksfjölda og aukna þörf fyrir betri og viðráðanlegri fæðuauðlindir. Gögnin sem safnast um lífríki hafsins, sem og samstarf um söfnun á slíkum gögnum, verða sífellt mikilvægari í þeirri viðleitni að ná sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda. Til að stuðla að betri miðstýringu og aðgengi hafgagna hefur Hafrannsóknastofnun aukið þátttöku sína í verkefnum og þar með miðlað rannsóknainnviðum og gögnum sínum í heildrænu samstarfi.

 

Þróun nýrrar rannsóknarstefnu auk nýrrar framtíðarsýnar Hafrannsóknastofnunar mun efla skilning á hafferlum sem hafa áhrif á lífið á jörðinni og bæta framlag okkar til betri stjórnun á hafinu í kringum okkur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Samstarfsverkefni með ESB

Átta verkefni sem rannsóknarsjóðir ESB styrkja eru:

AQUARIUS: Verkefnið mun veita afar yfirgripsmikið safn rannsóknarinnviða sem ætlað er að tækla þær mikilvægu áskoranir sem geta komið upp þegar unnið er að langtíma sjálfbærni vistkerfa hafa, sjávar og ferskvatns. (sjá hér). 
B-USEFUL: Þetta verkefni mun þróa notendamiðuð verkfæri og lausnir til að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika sjávar og ná þeim stefnumarkmiðum sem sett voru fram í Græna Sáttmála ESB og verkefninu um stefnumótun líffræðilegrar fjölbreytni (biodiversity Strategy) 2030. Sjá nánar hér. 

COMFORT: Tilgangur verkefnisins er að öðlast betri skilning á snöggum stórvægilegum breytingum sem geta orðið í vistkerfum í sjó (e. tipping points), sérstaklega í samhengi við loftslagsbreytingar og aðrar stórar umhverfisbreytingar af mannavöldum. Verkefnið stóð yfir frá 2019 til 2023. Sjá nánar hér. 

EATFISH: Þverfaglegt rannsóknarverkefni sem miðar að því að samþætta líffræðilega, tæknilega, félagshagfræðilega og stjórnarhætti sem þarf fyrir sjálfbært og arðbært fiskeldi. Markmið verkefnahluta Hafrannsóknastofnunar er að kanna og þróa möguleika nýrrar genaþöggunartækni (non-GMO) til að koma í veg fyrir kynþroska hjá Atlantshafslaxi (Salmo salar). Með því að gera eldislax ófrjóan er hægt að koma í veg fyrir erfðablöndun frá eldislöxum yfir í villta laxastofna (sjá nánar hér). 

CIBBRINA: Markmið verkefnisins er að ná ESB samvinnu þvert á landamæri og aðild að sjávarútvegi svo hægt sé að koma á fót svæðisbundnum vöktunaráætlunum. Með aukinni vöktun má ná fram bótum á áreiðanleika meðaflamats og þróa, prófa og innleiða árangursríkar mótvægisaðgerðir vegna tilfallandi meðafla sjávarspendýra, fugla, skjaldbaka og fiska sem ekki eru veiddir til manneldis. NSAC stundar með beinum hætti lágmörkun, eða þar sem við á útrýmingu, meðafla í Norðursjó, ákvörðun tegunda í hættu, skilgreiningu mótvægisaðgerða og framkvæmd vöktunaráætlana (sjá nánar hér). 


ECOTIP: Markmið verkefnisins er að rannsaka og spá fyrir um umhverfisbreytingar í hafinu á norðurslóðum sem hafa áhrif á lífríkið og geta komið af stað keðjuverkun (e. cascading effects) við nýtingu þess (sjá nánar hér

Eurofleets+: Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í Eurofleets+ verkefni Evrópusambandsins um árabil. Markmið verkefnisins er að þátttökuþjóðirnar eigi kost á því að opna fyrir aðgang að rannsóknainnviðum fyrir vísindamenn sem stunda rannsóknir sem tengjast hafinu. Á árinu 2022 var R/S Árni Friðriksson notaður í átta daga í rannsóknarverkefni í gegnum þetta verkefni sem skapaði stofnuninni á kringum þrjátíu milljóna króna sértekna (sj´a nánar hér).

 

iAtlantic: Verkefnið tengir saman vísindamenn, rannsóknir og gögn þvert yfir Atlantshafið í þeim tilgangi að veita innsýn í hringrás hafsins í fortíð, nútíð og framtíð. Nýjasta tækni og myndgreiningar er notuð til að þróa forspárlíkön til að auka skilning á dreifingu búsvæða í djúpsjó. Kortagrunnur er tengdur erfða- og vistfræðilegum tímaraðagögnum til að veita áður óþekkta sýn á áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi Atlantshafsins (sjá nánar hér).

MARINE BEACON: Þetta verkefni miðar að því að vakta og útrýma meðafla tegunda í útrýmingarhættu sem og friðlýstum tegundum á norðaustur- og úthafssvæði Atlantshafsins (sjá nánar hér).

MARINE SABRES: Þetta verkefni er samstarfsverkefni 21 rannsóknaraðila með það fyrir augum að endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika sjávar og styðja við sjálfbært blátt hagkerfi með aukningu á vistkerfisbundinni stjórnun í Evrópu (sjá nánar hér).

MEESO: Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka hvort hægt er að stunda sjálfbærar veiðar með tilliti til vistkerfisins og kostnaðar á miðsjávarlagi hafsins (sjá nánar hér).

MISSION ATLANTIC: Sjálfbær stjórnun auðlinda hafsins byggir á getu til að meta og spá fyrir um áhrifaþætti breytinga og áhrif þeirra á vistkerfi hafsins. Þetta mat er háð mikilli óvissu og tengsl ólíkra áhrifaþátta geta verið flókin. Til að takast á við þessar áskoranir mun MISSION ATLANTIC styðja stjórnendur náttúruauðlinda og stefnumótendur nýtingaráætlana í að nálgast jafnvægi í þörf fyrir umhverfisvernd og sjálfbæra þróun, byggt á nýjum vísindalegum upplýsingum. Þannig stuðlar verkefnið að jákvæðri þróun auðlindanýtingar fyrir Atlantshafið (sjá nánar hér). 

POLARIN: Þetta verkefni mun skila fullfjármögnuðum sýndar- og fjaraðgangi að 64 heimskautarannsóknainnviðum og stuðla þannig að þverfaglegum rannsóknum á vísindalegu áskorunum á heimskautasvæðunum tveimur. Til að ná þessu markmiði hefur þegar verið stofnað net samstarfsstofnana í Evrópu og víðar (t.d. í Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi, Úkraínu og Chile - vefsíða í smíðum).

REDRESS: Þetta verkefni er lykilþáttur í stefnu ESB að koma vistkerfum hafsins í samt lag, sérstaklega þeirra á djúpsjó. REDRESS mun veita lausnir til að forgangsraða komandi endurbyggingaraðgerðum, víkka endurbyggingu djúpsjávar svo hún nái til áður vanræktra búsvæðisgerða og sýna fram á hagkvæmni, möguleika og virði þess að endurheimta djúpsjávarvistkerfin.

SUMMER: Meginmarkmið verkefnisins er að meta hvort og hvernig megi nýta lífríki miðsjávarlags NA-Atlantshafs án þess að skaða vistkerfin (sjá nánar hér)

Samstarfsaðilar við birtingu vísindagreina 2023


Helstu samstarfsaðilar Hafrannsóknastofnuanr við birtingu vísindagreina í ritrýndum tímaritum árið 2023. Í heildina voru greinarnar 52 talsins. Prósentutölurnar segja til um hlutfall greina sem unnar voru í samstarfi við tiltekna stofnun eða háskóla en oftar en ekki eru nokkrar stofnanir á bakvið hverja grein.

Önnur rannsóknarverkefni og alþjóðlegt samstarf

Annað alþjóðlegt samstarf er einnig umfangsmikið. Helsti samstarfsvettvangurinn þar er Alþjóðahafrannsóknarráðið, ICES, en mikið samstarf er einnig við Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið NAMMCO, Alþjóðahvalveiðiráðið IWC og norrænt samstarf.
Ýmis önnur samstarfsrannsóknaverkefni, styrkt t.d. af Rannís, Norrænum rannsóknasjóðum og JPIOceans, eru einnig yfirstandandi.

Samstarf Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar

 Samstarf er milli Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar í meistaranámi í fiskifræði og skyldum greinum. Einn starfsmaður sinnir skipulagningu og kennslu við HÍ en auk hans kemur fjöldi sérfræðinga hjá stofnuninni að kennslu.

Starfsfólk stofnunarinnar kemur einnig að ýmsu öðru háskólanámi, s.s. með stundakennslu og sem leiðbeinendur nemenda í meistara- og doktorsnámi.