Fara í efni

Í ársskýrslu Hafrannsóknastofnunar fyrir árið 2022 er birt yfirlit yfir fjármál stofnunarinnar og mannauðsmál og stiklað á stóru í starfseminni árið 2022. Gerð er grein fyrir bæði reglubundnum verkefnum og áhersluverkefnum sem unnin voru á árinu ásamt samstarfi við innlendar og erlendar samstarfsstofnanir og háskóla. Einnig er fjallað um starfsemi Sjávarútvegsskóla Þróunarsamvinnumiðstöðvar UNESCO, sem er hluti af GRÓ og rekinn af Hafrannsóknastofnun.

 

 


ÁVARP FORSTJÓRA

Árið 2022 markar enn ein tímamótin í sögu Hafrannsóknastofnunar. Í ársbyrjun tók gildi nýtt skipurit þar sem farið var í töluverða endurskipulagningu á stofnuninni og einnig náðist merkur áfangi í margra ára baráttu fyrir því að þjóðin eignist nýtt hafrannsóknarskip.

Lesa ávarp forstjóra