Fara í efni

Fjárveiting ársins 2022 nam 3.317,3 miljónum kr. sem skiptust í 3.106 miljónir kr. í rekstur og 211 miljónir kr. til fjárfestinga. Tekjur voru ríflega 1.458 miljónir en þar af voru 284 milljónir króna vegna vörusölu, andvirði seldrar þjónustu skilaði um 284,3 miljónum kr. og ýmsar aðrar tekjur og framlög ríflega 851 miljón kr.
Afkoma ársins 2022 var 272,6 m.kr. samkvæmt ársreikningi. Heildartekjur stofnunarinnar á árinu 2022 voru ríflega 4,8 milljarðar króna, eða ríflega 600 milljónum króna hærri en árið 2021. Útgjöld á árinu 2022 fyrir fjármagnsliði voru ríflega 4,5 milljarðar króna og hækkuðu um ríflega 371milljónir kr. frá árinu 2021.
Afkoma ársins 2022 fór að stórum hluta í að gera upp eldri skuldir við ríkissjóð. Þær eru nú uppgreiddar.

 

Rekstur Hafrannsóknarstofnunar á árinu 2022 var nokkurn veginn í takt við áætlanir. Tekjur voru 4,3% hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir en á móti voru útgjöld stofnunarinnar líka heldur meiri en gert var ráð fyrir, eða sem nemur 2,8%.

 

 

 

Skipting tekna árið 2022 á tekjuliði  sbr. við áætlun:

Skipting útgjalda árið 2022 á útgjaldaliði sbr. við áætlun:

Frávik í rekstri

Frávikagreiningin tekur til stærða sem nema meira en fjórum prósentum.

Útgjöld vegna ferða og funda árið 2022 voru 26,4% undir áætlun. Ástæðuna má aðallega rekja til þess að kostnaður vegna funda, námskeiða og risnu voru mun lægri en áætlað hafði verið.

Útgjöld vegna rekstrarvörukaupa voru 21,4% hærri en áætlað hafði verið. Ástæðurnar má rekja til þess að kaup á fiski til rannsókna var mun hærri en áætlað hafði verið.

Útgjöld vegna aðkeyptrar þjónustu voru 28,2% lægri en áætlað hafði verið. Ástæðuna má rekja til þess að áætlað var að kaupa þjónustu fyrir um 116 m.kr. á árinu en enginn kostnaður var bókaður á tegundarlykilinn á árinu.

Útgjöld vegna húsnæðiskostnaðar voru 21,4% hærri en áætlað hafði verið. Ástæðurnar má rekja aðallega til þess að kaup á þjónustu rafverktaka bæði fyrir skip og húsnæði voru meiri en áætlað hafði verið auk þess sem kostnaður fyrir rafmagn og hita voru hærri en reiknað hafði verið með.

Útgjöld vegna bifreiða og véla voru 30,1% hærri en áætlað hafði verið. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til hás olíuverðs innan ársins 2022 en dæmi voru um 38% hækkun innan ársins á lítra af skipagasolíu.

Rekstrarkostnaðar árið 2022 var 17,8% hærri en áætlað hafði verið. Ástæðuna má rekja til þess að tilfærslur til Hafrannsóknastofnunar voru um 60 m.kr. hærri en áætlað hafði verið.

Sértekjur Hafrannsóknastofnunar árið 2022 voru 13,7% hærri en áætlað hafði verið. Það skýrist af því að sala á annarri sérfræðiþjónustu var um 88,7 m.kr. hærri en áætlað hafði verið, m.a. vegna þess að unnið var meira í erlendum rannsóknaverkefnum en ætlað var en þau eru tekjufærð í samræmi við framgang verkefna. Sala á afla var um 67,2 m.kr. hærri en áætlað var og leiga á skipum skilaði tekjum upp á um 25 m.kr., auk þess sem styrkir bárust Hafrannsóknastofnun vegna einstakra rannsóknaverkefna.

Afkoma ársins 2022 nam sem hlutfall af sértekjum og framlagi ríkissjóðs um 6%. Skýringin á þessari afkomu er að sértekjur voru hærri en reiknað var með en auk þess var launakostnaður um 38 m.kr. lægri en áætlunin gerði ráð fyrir eða um 3,1% að raunvirði sé miðað við árið 2021.

Hlutfallsleg skipting útgjalda árin 2022 og 2021:

 

Fjárfestingar

Í samræmi við áætlanir stjórnenda var dregið úr fjárfestingum árið 2022 til að draga á halla fyrri ára og leggja til jöfnuðar við ríkissjóð í heild sinni.