Fara í efni

Meðal hlutverka Hafrannsóknastofnunar er að veita stjórnvöldum og hagsmunaaðilum ráðgjöf og gefa umsagnir um nýtingu á auðlindum í sjó og ferskvatni á grundvelli sjálfbærniviðmiða og nýtingarstefnu.

Hafrannsóknastofnun er stjórnsýslunni til ráðgjafar á sínu verksviði og veitir ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu auðlinda í sjó og ferskvatni

 

Ráðgjöf um nýtingu lifandi auðlinda

Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES) byggir á alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um varúðarnálgun og markmiðum um hámarksafrakstur.

Hafrannsóknastofnun, með aðkomu ICES í sumum tilvikum, veitti ráðgjöf til stjórnvalda um aflamark á alls 40 nytjastofnum árið 2022.

Ráðgjöf tengd ferskvatni snýr mest að ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu fiskistofna og lágmörkun á áhrifum framkvæmda.

Stofnunin sinnir einnig annarri ráðgjöf svo sem um mati á áhrifum framkvæmda, eldi í sjó og á landi og verndarsvæði í sjó.

Umsagnir

Hlutverk Hafrannsóknastofnunar er að veita lögboðnar umsagnir og vera Matvælaráðuneyti og öðrum aðilum innan stjórnsýslunnar til ráðgjafar. Lögbundnar umsagnir Hafrannsóknastofnunar árið 2022 voru 168 talsins.

Auk lögbundinna umsagna berast stofnunni ár hvert fjölmörg erindi þar sem kallað er eftir ráðgjöf eða upplýsingum er varða vistkerfi hafs og vatna.