Stofnunin hefur þríþætt hlutverk; að stunda rannsóknir á hafinu, ferskvatni og lífríki hafs og vatna, að veita ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu auðlinda og miðla upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila í sjávarútvegi og almennings. Starfsemin fellur undir málefnasvið 13,2 og málaflokk 20 samkvæmt flokkun í fjárlögum.
Á árinu 2023 voru heildartekjur kr. 4.824,1 m.kr. og afkoma neikvæð um 1,9 m.kr þar sem gjöldin námu um 4.826,1 m.kr.
Samkvæmt efnahagsreikningi var hrein eign kr. 160,8 milljónir í árslok og eignir samtals kr. 2.634,0 milljónir. Þess ber að geta að um 40 milljónir króna í sértekjur sem tilheyrðu árinu 2023, verða tekjufærðar á árinu 2024, þar sem fullnægjandi upplýsingar um forsendur þessara tekna lágu ekki skýrar fyrir áður en uppgjör ársins 2023 fór fram.
Tekjur 4.824,1 m.kr.
Gjöld 4.826,1 m.kr.
Rekstrarafkoma -1,9 m.kr.
Ónýtt fjárfestingaheimild 205,5 m.kr.
Hrein eign 160,8 m.kr.
Handbært fé 290,2 m.kr.
Frávik í rekstri* Áætlað var að afkoma stofnunarinnar yrði neikvæð um 150 m.kr. í upphafi árs. Um mitt ár var þeirri áætlun breytt í ljósi rekstursins á fyrri helmingi ársins og hún þá áætluð neikvæð um 100 m.kr. Hallarekstur í áætlunum helgaðist af því að rekstrarárangur ársins 2022 var jákvæður um 272 m.kr. Afkoma ársins varð í jafnvægi þar sem halli ársins varð 1,9 m.kr. Það skýrist af því að tekjur voru alls tæpum 143 m.kr. hærri en áætlað var og gjöldin hækkuðu einungis um 43 m.kr. frá áætlun. Kostnaður við ferðir og fundi voru rúmlega 20% lægri en reiknað var með í áætlunum. Kostnaður við ferðir innanlands varð 12,8 milljónum lægri og 32 milljónum lægri vegna ferða erlendis. Hluti af því að ferðakostnaður erlendis var lægri en reiknað var með helgast af því að endurgreiddur ferðkostnaður var mun meiri en áætlað var, m.a. úr erlendum samkeppnissjóðum. Hækkun varð á kostnaði vegna funda og námskeiða starfsmanna um rúmlega 14 m.kr. sem helgaðist m.a. af aukinni áherslu á mannauðsmál innan stofnunarinnar. |
|
Undir kaup á aðkeyptri sérfræðiþjónustu falla verkkaup og viðgerðir en sá liður var um 50 m.kr. hærri en ætlað var. Það skýrist af því að tvær vélar voru teknar upp í stað einnar í Árna Friðrikssyni árið 2023 sem kostaði um aukalega 26 m.kr. Auk þessa hlaust kostnaður af óvæntum bilunum í rafbúnaði, viðhaldi og skiptum á búnaði upp á um 24 m.kr.
Undir kaup á aðkeyptri sérfræðiþjónustu falla útgjöld vegna viðhalds og viðgerðum á veiðarfærum en sá liður var um 29 m.kr. hærri en ætlað var. Ráðgjöf tengd þjónustu við starfsfólk svo sem sálfræði og heilbrigðisþjónusta var um 6,7 m.kr. hærri en áætlað var og rekstrasamningar m.a. vegna hugbúnaðarleyfa voru um 2,3 m.kr. hærri en áætlað var.
Húsnæði var um 6,7% undir áætlun eða um 22 m.kr. Helstu ástæður þess er sú að húsaleiga og viðhald þess voru lægri en reiknað var með á tímabilinu. Bifreiðar og vélar voru um 26,3% undir áætlun eða rúmlega 64 m.kr. Helsta skýringin er sú að olía hafði lækkað í verði.
Hlutfallsleg skipting útgjalda árin 2023 og 2022:
Fjárfestingar
Fjárfesting tímabilsins nam tæplega 139,7 m.kr. Helsta ástæðan fyrir eftirstöðvum að fjárhæð rúmlega 203 m.kr. er að ekki náðist að klára fjárfestingar sem ráðast átti í á árinu. Þar má nefna endurbyggingar í Grindavík að fjárhæð um 70 m.kr. og kaup á smá- og víðsjám fyrir um 30 m.kr. auk annarra smærri fjárfestinga. Þessar fjárfestingar munu klárast á árinu 2024. Hluti af töfinni á árinu 2023 helgast að nýju vinnulagi við innkaup þar sem rík áhersla var á hagkvæmni í innkaupum og útboðum.