Fara í efni

Stofnunin hefur þríþætt hlutverk; að stunda rannsóknir á hafinu, ferskvatni og lífríki hafs og vatna, að veita ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu auðlinda og miðla upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila í sjávarútvegi og almennings. Starfsemin fellur undir málefnasvið 13 og málaflokk 20 samkvæmt flokkun í fjárlögum.

Á árinu 2023 voru heildartekjur kr. 5.524,3 m.kr. og afkoma jákvæð um 153,6 m.kr þar sem gjöldin námu um 5.372,7 m.kr.

Samkvæmt efnahagsreikningi var hrein eign kr. 313,4 milljónir í árslok en eignir samtals kr. 2.651,8 milljónir. Þess ber að geta að áætlað er að um 30 milljónir króna í sértekjur sem tilheyrðu árinu 2024, verði tekjufærðar á árinu 2025, þar sem fullnægjandi upplýsingar um forsendur þessara tekna lágu ekki skýrar fyrir áður en uppgjör ársins 2024 fór fram.


Tekjur: 5.524,3 m.kr.

Gjöld: 5.372,7 m.kr.

Rekstrarafkoma: 153,6 m.kr.

Ónýtt fjárfestingaheimild: 57,8 m.kr.

Hrein eign: 313,4 m.kr.

Handbært fé: 293,5 m.kr.

 

Frávik í rekstri

Afkoma ársins varð jákvæð um 152,6 m.kr. Gert var ráð fyrir 142 m.kr. halla, þar sem eigið fé stofnunarinnar nam um 160,8 m.kr. í upphafi ársins.

Þessi viðsnúningur skýrist af því að sértekjur voru alls tæpum 313,7 m.kr. (24,8%) hærri en áætlað var og verðbætur fjárlaga námu um 66,4 m.kr.

Aðallega aukast tekjur umfram áætlun vegna ákvörðunar um að færa frestaðra tekjur af Evrópuverkefnum í samræmi við skil á áfangaskýrslum í þessum verkefnum en ekki skil á lokaskýrslum, líkt og áður var gert, en jafnframt komu inn sértekjur fyrir verkefni sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun. Gjöld stofnunarinnar voru um 84,7 m.kr. (1,6%) umfram áætlun.



Hlutfallsleg skipting útgjalda árin 2022 - 2024:

Fjárfestingar

Fjárveiting ársins 2024 nam 227,3 m.kr. en frá fyrri árum var ónýtt heimild að fjárhæð tæpra 205 m.kr. Fjárfesting tímabilsins nam tæplega 375 m.kr. og því voru eftirstandandi ónýttar heimildir að fjárhæð 57,8 m.kr. í enda ársins.