Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, er ein stærsta rannsóknastofnun landsins. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en að auki heldur stofnunin úti átta starfstöðvum vítt og breitt um landið, þar á meðal tilraunaeldisstöð í Grindavík, og tveimur rannsóknaskipum. Stofnunin tók til starfa árið 2016 í núverandi mynd og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem skilgreind eru í lögum nr. 112/2015 en meginhlutverk stofnunarinnar er að stuðla að sjálfbærri nýtingu á auðlindum í hafi, ám og vötnum.
Stofnunin sinnir fjölbreyttum hlutverkum sem eru skilgreind í lögum nr. 112/2015 en meginhlutverk stofnunarinnar er að stuðla að sjálfbærri nýtingu á auðlindum hafs, áa og vatna.
Vöktunarverkefni eru lykilþættir starfseminnar en þar eru einnig stundaðar fjölbreyttar rannsóknir sem ýmist má flokka undir grunnrannsóknir eða þjónusturannsóknir. Stofnunin gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki við ráðgjöf og umsagnir.
Haf og fiskrannsóknir á Íslandi eiga sér langa sögu. Lög um Hafrannsóknastofnun voru sett árið 1965.
Fimmtíu árum síðar samþykkti Alþingi lög um sameiningu Hafrannsókna-stofnunar og Veiðimálastofnunar, stofnunar sem á sér einnig merka sögu og rekja má aftur til ársins 1945.

Starfsstöðvar Hafrannsóknastofnunar árið 2024
Níu starfsstöðvar og tvö rannsóknarskip
Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar voru 216 talsins í árslok 2024 á níu starfsstöðvum vítt og breitt um landið. Flest, eða 143, starfa í höfuðstöðvunum í Hafnarfirði en aðrar starfsstöðvar eru fiskeldisstöð stofnunarinnar í Grindavík (4), Ísafjörður (6), Hvanneyri (3), Akureyri (2), Hvammstangi (2), Selfoss (2), Neskaupstaður (2) og Vestmanneyjar (1). Stofnunin hélt úti tveimur rannsóknarskipum með 39 manns í áhöfn á árinu 2024. Þar af voru 30 í áhöfn Árna Friðrikssonar og 14 í áhöfn Bjarna Sæmundssonar.
Skipurit Hafrannsóknastofnunar
Skipurit Hafrannsóknastofnunar
Rannsóknarsvið Hafrannsóknastofnunar við lok árs 2024 voru botnsjávarsvið, uppsjávarsvið, umhverfissvið og ferskvatns- og eldissvið. Stoðsvið í byrjun árs voru fjármál og rekstur, mannauður og svið gagna og miðlunar en var breytt í byrjun september og fækkað um eitt. Þá urðu til svið fjármála og upplýsingatækni og svið mannauðs og miðlunar en svið gagna og miðlunar var lagt niður.
Framkvæmdastjórn Hafrannsóknastofnunar 2024
Með breyttu skipuriti 2024 urðu til sex svið innan stofnunarinnar. Fjögur fagsvið og tvö stoðsviðs auk skrifstofu forstjóra. Stöðugildi sviðsstjóra í framkvæmdastjórn Hafrannsóknastofnunar fækkaði því um eitt.
|
Jónas Páll Jónasson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs. |
Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatns- og eldissviðs. |
Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs. |
Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. |
|
|
Sólveig Lilja Einarsdóttir, sviðsstjóri mannauðs og miðlunar. |
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. |






