Fara í efni

Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er ein stærsta rannsóknastofnun landsins, með um 185 starfsmenn að jafnaði. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en þar að auki heldur stofnunin úti 9 starfstöðvum vítt og breitt um landið, þar á meðal tilraunaeldisstöð í Grindavík, og tveimur rannsóknaskipum.

Stofnunin sinnir fjölbreyttum hlutverkum sem eru skilgreind í lögum nr. 112/2015 en meginhlutverk stofnunarinnar er að stuðla að sjálfbærri nýtingu á auðlindum hafs, áa og vatna. Vöktunarverkefni eru lykilþáttur í starfsemi stofnunarinnar en einnig eru þar stundaðar fjölbreyttar rannsóknir sem ýmist má flokka sem grunnrannsóknir eða þjónusturannsóknir. Þá hefur stofnunin mikilvægu hlutverki að gegna við ráðgjöf og umsagnir.

mynd af skipuriti

Svið stofnunar voru á árinu: Botnsjávarsvið, Fiskeldi og fiskrækt, Fersvatnssvið, Uppsjávarsvið, Fjármál og rekstur ásamt Þróun, mannauði og miðlun. Seint á árinu fór í gang vinna við nýja framtíðarsýn stofnunar og uppstokkun á sviðum.