Fara í efni

Fjármál og rekstur

Fjárveiting ársins 2021 nam 3.228 miljónum kr. sem skiptust í 3.025 miljónir kr. í rekstur og 203 miljónir kr. til fjárfestinga. Tekjur voru 947 miljónir en þar af voru 189 milljónir króna vegna vörusölu, andvirði seldrar þjónustu skilaði um 200 miljónum kr. og ýmsar aðrar tekjur og framlög um 558 miljónum kr.

Afkoma ársins er 84,4 miljón kr. afgangur sem skiptist í 45,5 miljón kr. afgang frá rekstri og 38,9 miljón kr. afgang af fjárfestingaframlagi.

Yfirlit um afkomu ársins 2021

yfirlitsmynd um fjármál 2021

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson

Úthaldsdagar rannsóknaskipanna voru færri en árið 2020 eða 156 talsins á Árna og 140 á Bjarna. Á myndinni hérna fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úthaldsdaga skipanna frá árinu 2000.

yfirlitsmynd af skipadögum 2000-2021