Ráðgjöf og umsagnir
Eitt af lykilhlutverkum Hafrannsóknastofnunar er ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Öll ráðgjöf er aðgengileg á vef stofnunarinnar, www.hafogvatn.is.
Fiskveiðiráðgjöf byggir að mestu á þeirri vöktun og stofnstærðarmati á um 35 nytjastofnum sjávar. Árið 2021 voru samtals gefin út 38 ráðgjafarskjöl vegna ráðgjafar tengdri vistkerfum hafsins og 31 um ráðgjöf stofnunarinnar í ferskvatni. Auk framangreindrar ráðgjafar var tekið saman yfirlit um vistkerfi sjávar og áhrifaþætti, sem og skýrsla um veiðar á Íslandsmiðum.
Þá veitir stofnunin í vaxandi mæli umsagnir og ráðgjöf um ýmis málefni, m.a. varðandi framkvæmdir í sjó og á landi sem áhrif geta haft á lífríki og vatnsgæði. Flestar umsagnir sem stofnunin veitir eru lögbundar umsagnir og geta þær verið af ýmsum toga, s.s. vegna fyrirhugaðra rannsókna erlendra aðila í íslenskri lögsögu og um möguleg áhrif framkvæmda á umhverfi og lífríki hafs og vatna. Til viðbótar við lögbundnar umsagnir berast reglulega aðrar umsagnarbeiðnir sem ekki teljast lögbundnar, þá t.d. fá framkvæmdaaðilum. Síðustu ár hefur fjöldi umsagna og annara erinda einna helst aukist í tengslum við aukið umfang sjókvíaeldis á Íslandi.